Aron Einar Gunnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Al-Gharafa frá Katar er liðið sigraði Al Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, 4:2, á heimavelli sínum í Meistaradeild Asíu í fótbolta í kvöld.
Miðjumaðurinn gekk í raðir Al-Gharafa á dögunum eftir að hann lék nokkra leiki með uppeldisfélaginu Þór frá Akureyri.
Aron var í byrjunarliði Al-Gharafa og lék fyrstu 72 mínúturnar. Spánverjinn Joselu, sem kom til Al-Gharafa frá Real Madrid, skoraði tvö marka liðsins.