Franska liðið Brest fer afar vel af stað á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeild Evrópu í fótbolta en liðið vann sannfærandi útisigur á Salzburg frá Austurríki, 4:0, í 2. umferð deildarkeppninnar í kvöld.
Abdallah Sima skoraði tvö mörk fyrir Brest og þeir Mahdi Camara og Mathias Lage komust einnig á blað. Brest hefur unnið báða leiki sína til þessa. Salzburg er án stiga.
Þá skildu Stuttgard frá Þýskalandi og tékkneska liðið Sparta Prag jöfn, 1:1. Enzo Millot kom Stuttgard yfir á 7. mínútu en Kaan Kairinen jafnaði eftir hálftíma leik og þar við sat.
Sparta Prag er með fjögur stig eftir tvo leiki en stigið var það fyrsta sem Stuttgart fær.