Tottenham vann – Landsliðsmaðurinn hélt hreinu

Orri Steinn Óskarsson í leiknum í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson í leiknum í kvöld. AFP/Ander Gillenea

Tveir Íslendingar fögnuðu sigri í Evrópudeildinni í fótbolta í leikjunum sem hófust klukkan 16.45.

Elías Már Ólafsson landsliðsmarkvörður og samherjar hans í Midtjylland fögnuðu sigri á Maccabi Tel Aviv frá Ísrael, 2:0. Leikið var í Belgrad, þar sem ekki er talið öruggt að leika í Ísrael um þessar mundir.

Orri Steinn Óskarsson lék fyrstu 75 mínúturnar með Real Sociedad frá Spáni er liðið mátti þola tap gegn belgíska liðinu Anderlecht, 2:1, á heimavelli. 

Elías Rafn með boltann í kvöld.
Elías Rafn með boltann í kvöld. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem heimsótti Slavía Prag til Tékklands. Kristian fór meiddur af velli á 42. mínútu.

Daníel Tristan Guðjonsen var allan tímann á bekknum hjá Malmö sem vann Qarabag á útivelli, 2:1.

Þá vann enska liðið Tottenham útisigur á Ferencváros frá Ungverjalandi, 2:1. Pape Sarr og Brennan Johnson komu Tottenham í 2:0, áður en Barnabás Varga minnkaði muninn í lokin. 

Önnur úrslit
Lazio 4:1 Nice
Olympiacos 3:0 Braga
Hoffenheim 2:0 Dinamo Kíev
RFS 2:2 Galatasaray

Tottenham gerði góða ferð til ungverjalands.
Tottenham gerði góða ferð til ungverjalands. AFP/Attila Kisbenedek
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka