Hareide vill að Solskjær taki við

Åge Hareide.
Åge Hareide. Eggert Jóhannesson

Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vill að danska knattspyrnusambandið ráði Ole Gunnar Solskjær sem landsliðsþjálfara.

Solskjær hefur verið án þjálfarastarf síðan hann var rekinn frá Manchester United fyrir rúmum þremur árum.

Hareide stýrði danska liðinu á árunum 2016 til 2020 og hann ræddi við Viaplay um mögulega ráðningu á Solskjær.

„Ég get séð Solskjær taka við. Hann hefur allt sem þarf. Hann hefur verið hjá stóru félagi og stóð sig vel þar. Hann veit mikið um fótbolta og er reynslumikill.

Ef hann getur spjarað sig hjá Manchester United getur hann svo sannarlega spjarað sig hjá danska landsliðinu,“ sagði Hareide.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka