Þýski knattspyrnumaðurinn Kevin Behrens er kominn í leyfi hjá Wolfsburg í heimalandinu fyrir ummæli sem hann lét falla á meðan hann gaf áritanir á viðburði á vegum félagsins.
Hinn 33 ára gamli Behrens neitaði að árita sérstaka Wolfsburg-treyju sem var skreytt regnbogafánanum. „Ég skrifa ekki á þetta hommadrasl,“ sagði hann samkvæmt grein á Athletic.
Hann hefur síðan beðist afsökunar á ummælum sínum og viðurkennt að þau séu óásættanleg.
Ekki er víst hve lengi Behrens verður í banni hjá félagi sínu. Hann hefur leikið þrjá leiki með liðinu í 1. deildinni á leiktíðinni.