Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino vann sinn fyrsta leik við stjórnvölinn hjá karlaliði Bandaríkjanna í knattspyrnu þegar liðið lagði Panama að velli, 2:0, í vináttulandsleik á laugardag.
Pochettino tók við starfinu í síðasta mánuði, nokkrum mánuðum eftir að hafa verið vikið úr starfi knattspyrnustjóra karlaliðs Chelsea.
Yunus Musah, miðjumaður AC Milan, kom Bandaríkjunum yfir í upphafi síðari hálfleiks með sínu fyrsta landsliðsmarki áður en Ricardo Pepi, sóknarmaður PSV, innsiglaði sigurinn í uppbótartíma.
Bandaríkin mæta næst Mexíkó í öðrum vináttulandsleik á miðvikudag.