Klopp tjáði sig um umdeilda ákvörðun

Jürgen Klopp
Jürgen Klopp AFP/Ben Stansall

Þjóðverjinn Jürgen Klopp var harðlega gagnrýndur fyrir að samþykkja starfstilboð Red Bull og gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá félögum samsteypunnar.

Klopp byrjar í nýja starfinu um áramótin og hefur hann verið gagnrýndur fyrir hræsni, en Klopp hefur áður gagnrýnt stefnu Red Bull.

Leipzig keyrði í gegnum neðri deildir Þýskalands eftir að Red Bull tók yfir félagið og hefur eignarhald þess verið harðlega gagnrýnt. Klopp er ósáttur við gagnrýnina.

„Þú getur ekki tekið ákvarðanir af ótta við viðbrögðin. Ég er 57 ára og get enn unnið í nokkur ár í viðbót. Ég sá mig ekki fyrir á hliðarlínunni og þetta tækifæri var æðislegt.

Ég elska öll mín gömlu félög og ég er ekki viss um að allir yrðu ánægðir, sama hvert næsta skref yrði,“ sagði hann í hlaðvarpi sem Toni Kroos, fyrrverandi leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, stýrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert