Langþráðar gleðifréttir fyrir Íslendingana

Andri Fannar Baldursson lék allan leikinn.
Andri Fannar Baldursson lék allan leikinn. Eyþór Árnason

Elfsborg úr úrvalsdeildinni hafði betur gegn Eskilsminne úr C-deildinni á útivelli í 64-liða úrslitum sænska bikarsins í fótbolta í kvöld.

Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson voru báðir í byrjunarliði Elfsborg. Andri lék allan leikinn og Eggert fyrstu 77 mínúturnar.

Var um fyrsta byrjunarliðsleik þeirra beggja í mánuð að ræða. Hafa þeir báðir verið úti í kuldanum hjá Elfsborg og ósáttir við sín hlutverk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert