Slógu út lið í deild fyrir ofan

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar unnu Heidenheim.
Jón Dagur Þorsteinsson og félagar unnu Heidenheim. Eyþór

Hertha Berlín úr B-deildinni er komið áfram í 16-liða úrslit þýska bikarsins í fótbolta eftir heimasigur á Heidenheim úr efstu deild, 2:1, í kvöld.

Darry Scherhant og Michaël Cuisance komu Herthu Berlín í 2:0, áður en Stefan Schimmer minnkaði muninn í lokin, en nær komst Heidenheim ekki.

Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á sem varamaður hjá Herthu á 84. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert