Fleiri konur yfirheyrðar vegna Mbappé

Kylian Mbappé er sakaður um nauðgun í Stokkhólmi.
Kylian Mbappé er sakaður um nauðgun í Stokkhólmi. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Lögreglan í Stokkhólmi höfuðborg Svíþjóðar er enn með meinta nauðgun frönsku knattspyrnustjörnunnar Kylian Mbappé til rannsóknar.

Hann var sakaður um nauðgun í stuttu fríi sínu til borgarinnar um miðjan októbermánuð.

Aftonbladet fjallar um á vef sínum í dag að sönnunargögn séu til rannsóknar og að yfirheyrslur séu í fullum gangi.

Greinir miðillinn frá því að nokkrar konur hafi verið yfirheyrðar í tengslum við málið. Mbappé neitar sök og hefur spilað með liði sínu Real Madrid á Spáni eftir að málið kom upp.

Meint nauðgun átti sér stað á hótelherbergi í Stokkhólmi og hefur lögregla gert leit á herbergi Frakkans og rannsakað vettvang meintrar nauðgunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka