Starfsmaður ónefnds knattspyrnufélags í Hróarskeldu í Danmörku hefur verið ákærður fyrir að mynda unga drengi í búningsklefa félagsins fyrir og eftir æfingar.
Bold greinir frá. Hann var handtekinn í apríl síðastliðnum og í kjölfarið rekinn frá félaginu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir athæfið, en hann játaði sök.
Eftir rannsókn kom í ljós að maðurinn var með myndir af 42 ungum drengjum félagsins á síma sínum, sem var gerður upptækur.
Maðurinn er einnig grunaður um að hafa snert klof eins drengsins, en hann neitar sök í þeim hluta málsins.