Birkir Bjarnason skoraði sigurmarkið í útisigri Brescia á Sampdoria, 1:0, í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Birkir kom inn á 67. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði hann sigurmarkið.
Brescia er í sjöunda sæti með 17 stig eftir 12 leiki.