Mikael Egill spilaði á San Siro

Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson kom inn á í tapi Venezia fyrir stórliði Inter Mílanó, 1:0, í ítölsku A-deildinni í fótbolta á San Siro í Mílanó í kvöld. 

Mikael Egill, sem hefur byrjað átta af tíu leikjum tímabilsins í deildinni, var á bekknum í dag en kom inn á þegar korter var eftir. 

Venezia er í 18. sæti deildarinnar með átta stig en Inter er í öðru sæti með 24 stig, einu stigi á eftir toppliði Napolí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka