Willum hetja Birmingham í bikarnum

Willum Þór reyndist hetja Birmingham í dag.
Willum Þór reyndist hetja Birmingham í dag. Ljósmynd/Birmingham

Willum Þór Willumsson gerði sigurmark Birmingham gegn Sutton United í fyrstu umferð ensku bikarkeppninnar í dag en leikurinn endaði 1:0.

Birmingham leikur í þriðju efstu deild á Englandi og er á toppi deildarinnar og í mikilli baráttu um að komast upp í næst efstu deild. Sutton United er hinsvegar í fjórðu efstu deild og bjuggust flestir við þægilegum sigri Birmingham í dag.

Willum skoraði markið á 35. mínútu þegar hann stýrði boltanum í netið eftir góðan undirbúning frá liðsfélögum hans. 

Alfons Sampsted, liðsfélagi Willums, kom inná á 79. mínútu leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka