Áfall fyrir Real

Eder Militao fór meiddur út af í leik real gegn …
Eder Militao fór meiddur út af í leik real gegn Osasuna í dag. AFP/Oscar Del Pozo

Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid tilkynnti í dag að miðvörðurinn Éder Militao sé með slitið krossband í hné.

Militao er lykilleikmaður liðsins og hefur verið í byrjunarliði í 11 af fyrstu 12 leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu og þar hefur hann skorað eitt og lagt eitt mark upp.

Þetta er í annað sinn sem hann slítur krossband í hné en hann missti af nær öllu tímabilinu 2023/24 því hann sleit krossband í fyrsta leik liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert