Frábær innkoma Birkis dugði ekki

Birkir Bjarnason skoraði og lagði upp í dag.
Birkir Bjarnason skoraði og lagði upp í dag. Ljósmynd/Brescia

Birkir Bjarnason skoraði og lagði upp fyrir Brescia í 3:2 tapi liðsins gegn Cozensa í ítölsku B-deildinni í dag.

Birkir kom inn á í hálfleik og átti frábæra innkomu en á 77. mínútu minnkaði hann muninn í 2:1 en liðið var 2:0 undir í hálfleik.

Á 90. mínútu lagði hann upp jöfnunarmarkið sem Flavo Bianchi skoraði en á sjöttu mínútu uppbótartímans skoraði Charlys sigurmark Cozensa og leikurinn endaði 3:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka