Leikmenn Real Madrid fóru öskrandi og grátandi af velli

Éder Militao reynir skalla fyrr í leiknum.
Éder Militao reynir skalla fyrr í leiknum. AFP/Oscar Del Pozo

Tveir leikmenn Real Madrid fóru grátandi af velli á fyrsta hálftímanum í leik gegn Osasuna í efstu deild Spánar í knattspyrnu karla á Santiago Bernabéu í dag. 

Brasilíumennirnir Rodrygo og Éder Militao meiddust illa og fóru báðir grátandi af velli. Rodrygo gekk af velli en var niðurbrotinn. 

Hins vegar þurfti að bera Militao af velli sem öskraði og grét við meiðslin. Militao sleit krossband fyrir rúmu ári og missti af nánast allri síðustu leiktíð. 

Staðan er 1:0 fyrir Real Madrid eftir 35 mínútna leik en Vinicius Junior skoraði mark liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka