Brasilíski knattspyrnumaðurinn Vinícius Júnior skoraði þrennu í 4:0-sigri Real Madríd gegn Osasuna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í dag.
Vinícius kom Real yfir á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Jude Bellingham og Bellingham skoraði svo annað mark Real rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Hann bætti svo við tveimur mörkum í seinni sem komu á 61. og 69. mínútu. Fyrra markið lagði markmaðurinn Andryn Lunin upp og seinna Brahim Diaz.
Leikurinn var þó ekki áfallalaus fyrir Real en liðið missti þrjá leikmenn meidda af velli.