Þrenna hjá Vinícius

Vinicius Junior skoraði þrjú í dag.
Vinicius Junior skoraði þrjú í dag. AFP/Oscar del Pozo

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Vinícius Júnior skoraði þrennu í 4:0-sigri Real Madríd gegn Osasuna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Vinícius kom Real yfir á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Jude Bellingham og Bellingham skoraði svo annað mark Real rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Hann bætti svo við tveimur mörkum í seinni sem komu á 61. og 69. mínútu. Fyrra markið lagði markmaðurinn Andryn Lunin upp og seinna Brahim Diaz.

Leikurinn var þó ekki áfallalaus fyrir Real en liðið missti þrjá leikmenn meidda af velli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert