Willum lagði upp mark

Willum Þór, tilvinstri, lagði upp markið og Jay Stansfield, til …
Willum Þór, tilvinstri, lagði upp markið og Jay Stansfield, til hægri, skoraði. Ljósmynd/Birmingham

Knattspyrnumaðurinn Willum Þór Willumsson lagði upp mark í 1:1 jafntefli Birmingham gegn Northampton í ensku C-deildinni í dag.

Birmingham er í öðru sæti deildarinnar með 30 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Wycombe Wanderers og á leik til góða.

Willum var í byrjunarliði og lagði upp sigurmarkið á 58. mínútu en það skoraði Jay Stansfield. Alfons Sampsted, liðsfélagi Willums, kom inn á á 73. mínútu.

Mitchell Pinnock jafnaði metin fyrir Northampton á sjöttu mínútu uppbótartímans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert