Ítalinn Roberto De Zerbi, stjóri Marseille í Frakklandi, er sagður hafa sýnt leikmönnum sínum samning sem honum var boðinn af Manchester United á skjávarpa. Franski fréttamiðillinn L’Equipe greinir frá þessu.
Mikil óvissa var í sumar hvort Erik ten Hag myndi halda áfram sem stjóri Manchester United og var Roberto De Zerbi að sögn L’Equipe boðinn samningur.
Að lokum tók United ákvörðun að halda ten Hag en hann skrifaði þá undir nýjan tveggja ára samning hjá félaginu. Hann var rekinn í lok október eftir slæmt gengi liðsins en Portúgalinn Rúben Amorim mun taka við liðinu í næstu viku.
Marseille situr í þriðja sæti efstu deildar Frakklands í knattspyrnu með 20 stig eftir 11 leiki.