Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mun funda um framtíð sína í vikunni ásamt forráðamönnum félagsins.
Það er spænski miðillinn Relovo sem greinir frá þessu en núgildandi samningur Spánverjans við City rennur út eftir tímabilið.
Guardiola hefur stýrt Manchester City frá árinu 2016 og hefur hann gert liðið sex sinnum að Englandsmeisturum á átta árum.
Forráðamenn City vilja ólmir halda spænska stjóranum og gæti hann skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum fyrir áramót.