Davíð Kristján Ólafsson og samherjar hans hjá Cracovia fóru illa að ráði sínu er þeir gerðu jafntefli við Zaglebie á heimavelli í pólsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, 1:1.
Íslenski bakvörðurinn lagði upp mark síns liðs á Fabian Bzdyl á 10. mínútu, einni mínútu eftir að Michal Nalepa hjá gestunum fékk rautt spjald.
Þrátt fyrir að leika nær allan leikinn manni fleiri tókst Cracovia ekki að sigla sigri í höfn því Jaroslaw Jach jafnaði á þriðju mínútu uppbótartímans.
Cracovia er í fjórða sæti með 30 stig eftir 17 leiki, sjö stigum á eftir toppliði Lech Poznan.