Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn danska knattspyrnufélagsins Midtjylland voru allt annað en sáttir þegar enski dómarinn Craig Pawson dæmdi víti á liðið er það mætti Frankfurt frá Þýskalandi í Evrópudeildinni í gærkvöldi.
Pawson dæmdi hendi á Ousmane Diao, þrátt fyrir að enginn í herbúðum Frankfurt hafi beðið um víti. Þá lýsti þýska félagið yfir furðu sinni á atvikinu á samfélagsmiðlinum X.
„Það er verið að skoða hvort það eigi að dæma víti. Sáuð þið eitthvað?“ var spurt í færslu félagsins.
„Þetta var algjör skandall og enginn skildi neitt. Þjóðverjarnir báðu ekki einu sinni um víti,“ skrifaði blaðamaður BT á heimasíðu danska miðilsins.
Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson leikur með Midtjylland.