Rómverjar í miklu brasi

Rómverjinn Paulo Dybala með boltann í leiknum.
Rómverjinn Paulo Dybala með boltann í leiknum. AFP/Filippo Monteforte

Atalanta heldur góðu gengi sínu áfram í ítölsku A-deild karla í knattspyrnu en liðið vann Roma, 2:0, í Róm í kvöld. 

Atalanta er í öðru sæti ítölsku deildarinnar með 31 stig, einu stigi frá toppliði Napolí. Rómverjar eru hins vegar í miklum vandræðum með aðeins 13 stig í 15. sæti. 

Marten de Roon og Nicolo Zaniolo skoruðu mörk Atalanta en bæði komu í seinni hálfleik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert