Þetta er fáránlegt og hlægilegt

Mikael Anderson er leikmaður AGF.
Mikael Anderson er leikmaður AGF. mbl.is/Árni Sæberg

Stuðningsmenn Nordsjælland og AGF tóku upp á því að fara í snjókast á meðan liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í byrjun mánaðar.

Danska knattspyrnusambandið var ekki hrifið á uppátækinu og sektaði bæði félög um 5.000 dansk­ar krón­ur, eða um tæp­ar 100 þúsund ís­lensk­ar krón­ur.

Lasse Vøge íþróttastjóri AGF er vægast sagt ósáttur við ákvörðun danska sambandsins.

„Þetta er fáránlegt og hlægilegt. Auðvitað eiga stuðningsmenn ekki að kasta hlutum sín á milli en þetta er allt annað. Það var enginn að reyna að meiða neinn og þetta hafði engin áhrif á leikinn. Það er ekki eins og þetta hafi verið flugeldar,“ sagði hann pirraður við BT.

Íslenski landsliðsmaður­inn Mika­el And­er­son og sam­herj­ar hans í AGF máttu sætta sig við ósig­ur í leikn­um, 1:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert