Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk er Wolfsburg vann sannfærandi sigur á Roma, 6:1, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi.
Með sigrinum tryggði Wolfsburg sér annað sætið í A-riðli og fer þar með í átta liða úrslit ásamt Lyon. Sveindís kom inn á í stöðunni 2:1 á 66. mínútu og um hálftíma síðar var hún búin að skora fjögur mörk.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir neðan og þar á meðal öll mörk Sveindísar.