Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé verður ekki ákærður fyrir meinta nauðgun sem átti sér stað í Stokkhólmi í október síðastliðnum.
AFP greinir frá í dag að sænsk yfirvöld hafi látið málið niður falla vegna skorts á sönnunargögnum.
Mbappé var í fríi í sænsku höfuðborginni þegar kona sakaði hann um nauðgun. Var málið rannsakað í kjölfarið en hefur nú verið látið niður falla.
Frakkinn lýsti ávallt yfir sakleysi sínu í málinu.