Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir átti ógleymanlegt kvöld í gær er hún skoraði fjögur mörk fyrir þýska liðið Wolfsburg gegn Roma frá Ítalíu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.
Það sem gerði kvöldið enn betra fyrir Sveindísi var sú staðreynd að móðir hennar, systir og bróðir voru á vellinum.
„Mamma Sveindísar var á vellinum og ég sagði henni að koma oftar því það virðist hafa góð áhrif á hana,“ sagði þýska landsliðskonan Alexandra Popp, samherji Sveindísar, við WAZ.
„Mamma eldaði uppáhalds hrísgrjónaréttinn minn frá Gana,“ var haft eftir Sveindísi við sama miðil en Eunice móðir hennar er frá Afríkuríkinu.