Vill mömmu Sveindísar oftar á völlinn

Sveindís Jane skorar eitt fjögurra marka sinna í gærkvöldi.
Sveindís Jane skorar eitt fjögurra marka sinna í gærkvöldi. AFP/Ronny Hartmann

Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir átti ógleymanlegt kvöld í gær er hún skoraði fjögur mörk fyrir þýska liðið Wolfsburg gegn Roma frá Ítalíu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Það sem gerði kvöldið enn betra fyrir Sveindísi var sú staðreynd að móðir hennar, systir og bróðir voru á vellinum.

„Mamma Sveindísar var á vellinum og ég sagði henni að koma oftar því það virðist hafa góð áhrif á hana,“ sagði þýska landsliðskonan Alexandra Popp, samherji Sveindísar, við WAZ.

„Mamma eldaði uppáhalds hrísgrjónaréttinn minn frá Gana,“ var haft eftir Sveindísi við sama miðil en Eunice móðir hennar er frá Afríkuríkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert