Fyrrverandi landsliðsþjálfari í 20 ára fangelsi

Li Tie stýrði landsliði Kína á árunum 2019 til 2021.
Li Tie stýrði landsliði Kína á árunum 2019 til 2021. AFP/Wang Zhao

Kínverski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Li Tie var í vikunni dæmdur í 20 ára fangelsi í heimalandi sína fyrir mútuþægni og spillingu.

Tie, sem er 47 ára gamall, var landsliðsþjálfari Kína á árunum 2019 til 2021 en hann var meðal annars dæmdur fyrir það að þiggja peningagreiðslur gegn því að velja ákveðna leikmenn í landslið Kína á meðan hann var þjálfari.

Kínverski ríkismiðillinn CCTV greinir frá því að Li Tie hafa þegið um einn milljarð íslenskra króna í mútugreiðslur á meðan hann var landsliðsþjálfari.

Tie var einnig gefið að sök að hagræða úrslitum þegar hann var þjálfari Wuhan Zall í efstu deild Kína á árunum 2015 til 2019. 

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi er fyrsti kínverski leikmaðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann lék lengst af með Everton á Englandi og síðar Sheffield United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert