Freyr ætlar að sýna að hann er rétti maðurinn

Freyr Alexandersson er mættur til Bergen.
Freyr Alexandersson er mættur til Bergen. Ljósmynd/Kortrijk

Freyr Alexandersson er lentur í Bergen í Noregi en hann verður bráðum kynntur sem nýr þjálfari karlaliðs Brann í knattspyrnu.

Þegar Freyr lenti í Bergen í kvöld var mikið af blaðamönnum á flugvellinum sem biðu eftir honum.

„Þetta er aðeins of mikið,“ sagði Freyr sem var eltur af blaðamönnum í gegnum flugvöllinn.

„Það er frábært að vera kominn hingað og þurfa ekki að fela sig lengur. Við tölum saman á morgun,“ sagði Freyr við Bergen Avisen.

Freyr var rekinn frá Kortrijk í Belgíu í miðjum desember eftir að hafa stýrt liðinu í rúmt ár. Hann segir að hann hafi verið í viðræðum við Brann síðan um miðjan desember.

„Ég ætla að sýna stuðningsmönnum að ég er rétti maðurinn,“ sagði Freyr að lokum við norsku blaðamennina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert