Bayern vann á útivelli – Feyenoord lagði AC Milan

Dayot Upamecano og Harry Kane fagna marki Kane í kvöld.
Dayot Upamecano og Harry Kane fagna marki Kane í kvöld. AFP/Andy Buchanan

Bayern München hafði betur gegn Celtic, 2:1, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla í Glasgow í kvöld. Feyenoord vann þá AC Milan 1:0 á heimavelli.

Bayern komst yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Michael Olise skoraði. Strax í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Harry Kane svo forystu gestanna.

Daiezen Maeda minnkaði muninn fyrir Celtic ellefu mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Í Rotterdam var það Igor Paixao sem skoraði sigurmark Feyenoord gegn AC Milan strax á þriðju mínútu.

Loks mættust Mónakó og Benfica í Mónakó þar sem Grikkinn Vangelis Pavlidis skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks.

Síðari leikirnir í viðureignum liðanna fara fram eftir tæpa viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert