Fengu skell á heimavelli

Andri Lucas Guðjohnsen í leik með Gent.
Andri Lucas Guðjohnsen í leik með Gent. AFP/Bruno Fahy

Andri Lucas Guðjohnsen og samherjar í belgíska liðinu Gent eiga sáralitla möguleika á að komast í sextán liða úrslit Sambandsdeildar karla í fótbolta eftir skell gegn Real Betis frá Spáni í fyrri leiknum á heimavelli í kvöld.

Real Betis vann 3:0 og er því með öll tök á einvígi liðanna sem mætast afturí Sevilla á Spáni næsta fimmtudag.

Andri lék fyrstu 77 mínútur leiksins í fremstu víglínu hjá Gent.

Rúnar Alex Rúnarsson var varamarkvörður hjá danska liðinu FC Köbenhavn sem tapaði á heimavelli fyrir Heidenheim frá Þýskalandi, 2:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert