Frábær byrjun Emilíu í Þýskalandi

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir fer afar vel af stað með nýja liði sínu RB Leipzig í Þýskalandi en hún skoraði fyrsta mark liðsins í heimasigri á Turbine Potsdam, 4:1, í efstu deild þýska fótboltans í dag. 

Emilía er komin með tvö mörk í jafnmörgum byrjunarliðsleikjum með nýja liðinu en hún gekk í raðir þess frá Nordsjllland í Danmörku undir lok desember. 

Leipzig er í fimmta sæti deildarinnar með 25 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert