Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Þórðarson hefur skrifað undir nýjan samning við sænska stórliðið Gautaborg sem gildir út tímabilið 2028.
Kolbeinn, sem er 24 ára miðjumaður, hefur leikið með Gautaborg frá því í ágúst árið 2023 og verið lykilmaður síðan.
„Ég er nákvæmlega þar sem ég vil vera og hlakka mikið til að vera hluti af IFK Göteborg um mörg ókomin ár,“ sagði Kolbeinn í samtali við heimasíðu félagsins.
Alls hefur hann leikið 37 leiki fyrir Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni og skorað í þeim þrjú mörk ásamt því að leggja upp tvö mörk. Kolbeinn á þrjá A-landsleiki að baki fyrir Ísland.