Sara Björk hetjan í Sádi-Arabíu

Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Al Qadsiah í Sádi-Arabíu.
Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Al Qadsiah í Sádi-Arabíu. Ljósmynd/Al Qadsiah

Sara Björk Gunnarsdóttir reyndist hetjan þegar lið hennar Al Qadsiah komst í úrslitaleik sádiarabísku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. 

Liðið vann topplið úrvalsdeildarinnar Al Nassr í vítakeppni eftir að venjulegum leiktíma lauk með markalausu jafntefli. 

Al Nassr komst yfir í framlengingunni en á 104. mínútu jafnaði Sara metin með marki úr vítaspyrnu. 

Al Qadisiah vann síðan vítakeppnina 4:2. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert