Afturelding fór illa með FH í deildabikar karla í knattspyrnu í Hafnarfirði í gær og sigraði leikinn 6:3.
Aron Jóhannsson skoraði tvö mörk á fyrsta hálftíma leiksins. Bjartur Bjarmi Barkarson og Arnór Gauti Ragnarsson bættu við einu marki hvor og staðan var 4:0 í hálfleik.
Andri Freyr Jónasson kom inn á á 57. mínútu og skoraði á 67. og 69. mínútu.
Dagur Traustason, Sigurður Bjartur Hallsson og Gils Gíslason skoruðu mörk FH undir lok leiks.
Fylkir tók á móti Fram í Árbænum á sama tíma og sigraði leikinn 1:0. Þóroddur Víkingsson skoraði sigurmarkið á 80. mínútu.