Sakar liðsfélaga Stefáns um kynþáttaníð

Osmajic, í bakgrunninum til hægri, í leik með Svartfjallalandi gegn …
Osmajic, í bakgrunninum til hægri, í leik með Svartfjallalandi gegn Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnumaðurinn Hannibal Mejbri hjá Burnley sakar Milutin Osmajic leikmann Preston um kynþáttaníð eftir leik liðanna í ensku B-deildinni í gær.

Mejbri ýtti Osmajic létt í bakið í baráttu þeirra við hliðarlínuna sem pirraði Svartfellinginn mikið. Hann gekk í kjölfarið að Mejbri og lét ófögur orð falla.

Mejbri, sem lék áður með Manchester United, fer beint í áttina að dómaranum og biður hann um að stöðva leikinn vegna kynþáttaníðs.

„Ég mun aldrei þaga þegar kemur að kynþáttaníði. Það ætti enginn að þurfa að upplifa þessa ógeðslegu misnotkun á fótboltavelli,“ skrifaði hann m.a. á Instagram.

Í yfirlýsingu frá Burnley kveðst félagið ætla að styðja leikmanninn eftir atvikið. Osmajic fékk fyrr á tímabilinu langt bann fyrir að bíta andstæðing. Stefán Teitur Þórðarson er liðsfélagi hans hjá Preston.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert