Hent á bekkinn fyrir að vera seinn

Jules Koundé er lykilmaður hjá Barcelona.
Jules Koundé er lykilmaður hjá Barcelona. AFP/Patricia De Melo Moreira

Frakkinn Jules Koundé er ekki í byrjunarliði Barcelona gegn Rayo Vallecano í efstu deild spænska fótboltans í kvöld. 

Ástæðan er sú að hann var of seinn að mæta á fund liðsins fyrir leikinn en Hansi Flick, stjóri Börsunga, er með skýrar reglur þegar kemur að því. 

Gerard Romero segir frá en Héctor Fort kemur inn í hans stað. Leikurinn hefst klukkan 20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert