Bellingham úrskurðaður í bann

Jude Bellingham átti ekki til orð fyrir rauða spjaldið sem …
Jude Bellingham átti ekki til orð fyrir rauða spjaldið sem hann fékk um síðustu helgi. AFP/Ander Gillenea

Jude Bellingham, leikmaður knattspyrnuliðs Real Madrid á Spáni, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af spænska knattspyrnusambandinu.

Bellingham, sem er 21 árs gamall, fékk að líta rauða spjaldið á 39. mínútu í 1:1-jafntefli Real Madrid gegn Osasuna í 24. umferð deildarinnar á útivelli.

Miðjumaðurinn missir því af næstu tveimur leikjum liðsins gegn Girona á heimavelli, þann 23. febrúar, og útileik gegn Real Betis þann 2. mars.

Real Madrid er í öðru sæti spænsku 1. deildarinnar með 51 stig, jafn mörg stig og topplið Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert