Evrópumeistararnir áfram eftir fáránlega vítakeppni

Kylian Mbappé fagnar.
Kylian Mbappé fagnar. AFP/Oscar del Pozo Canas

Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í átta liða úrslit Meistaradeildar karla í knattspyrnu eftir sigur á Atlético Madrid í vítakeppni á heimavelli Atlético í kvöld. 

Venjulegum leiktíma lauk með 1:0-sigri Atlético en Real vann fyrri leikinn 2:1 og var því staðan 2:2. 

Conor Gallagher skoraði mark Atlético eftir aðeins 30 sekúndna leik. 

Í vítaspyrnukeppninni gerðist fáránlegt atvik þegar Julian Álvarez, framherji Atlético, tók víti. Þá rann hann og snerti aðeins boltann með öðrum fætinum áður en hann skoraði með hinum. 

Vítið var dæmt ógilt og því klúðraði Álvarez sínu víti. 

Lucas Vázquez, fyrirliði Real, í vítakeppninni klúðraði síðan víti og fékk Marcos Llorente tækifæri til að jafna metin fyrir Atlético. Hann hins vegar setti boltann í þverslána. 

Eftir það steig Anotnio Rüdiger á punktinn en vítaspyrnu hans varði Jan Oblak inn í netið og Real vann vítaspyrnukeppnina, 4:2. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert