Knattspyrnumaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er verðmetinn á tæplega 46 milljónir evra af CIES Football Observatory, knattspyrnuvefs sem sérhæfir sig í rannsóknum tengdum fótboltaheiminum.
Það samsvarar um rúmlega 6,7 milljörðum íslenskra króna en Hákon Arnar, sem er 21 árs gamall, er samningsbundinn Lille í frönsku 1. deildinni.
Hákon er í þriðja sæti á lista CIES Football Observatory yfir verðmætustu leikmenn deildarinnar sem ekki eru samningsbundnir Frakklandsmeisturum París SG.
Íslenski landsliðsmaðurinn gekk til liðs við Lille frá Köbenhavn í Danmörku sumarið 2023 fyrir 12 milljónir evra og hefur hækkað umtalsvert í verði síðan þá.
Hann hefur leikið 68 leiki fyrir Lille í öllum keppnum, skorað í þeim tólf mörk og lagt upp önnur tólf til viðbótar.
Top estimated transfer values, non-PSG 🇫🇷 #Ligue1 players 😎
— CIES Football Obs (@CIES_Football) March 13, 2025
🥇 #EliesseBenSeghir 🇲🇦 €57.6m (#Transfermarkt €30m)
🥈 #MasonGreenwood 🏴 €47.2m (TM €35m)
🥉 #HakonArnarHaraldsson 🇮🇸 €45.9m (TM €9m)#Camara 🇸🇳 #Akliouche 🇫🇷 #Biereth 🇩🇰 #Andrey 🇧🇷 #Fofana 🇧🇪 #Vanderson 🇧🇷… pic.twitter.com/3M8VAvmSbu