Íslendingurinn einn sá verðmætasti í Frakklandi

Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson. AFP/Ina Fassbender

Knattspyrnumaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er verðmetinn á tæplega 46 milljónir evra af CIES Football Observatory, knatt­spyrnu­vefs sem sér­hæf­ir sig í rann­sókn­um tengd­um fót­bolta­heim­in­um.

Það samsvarar um rúmlega 6,7 milljörðum íslenskra króna en Hákon Arnar, sem er 21 árs gamall, er samningsbundinn Lille í frönsku 1. deildinni.

Hákon er í þriðja sæti á lista CIES Football Observatory yfir verðmætustu leikmenn deildarinnar sem ekki eru samningsbundnir Frakklandsmeisturum París SG.

Íslenski landsliðsmaðurinn gekk til liðs við Lille frá Köbenhavn í Danmörku sumarið 2023 fyrir 12 milljónir evra og hefur hækkað umtalsvert í verði síðan þá.

Hann hefur leikið 68 leiki fyrir Lille í öllum keppnum, skorað í þeim tólf mörk og lagt upp önnur tólf til viðbótar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert