Mbappé skaut Real á toppinn

Kylian Mbappé fagnar marki sínu í kvöld.
Kylian Mbappé fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Jose Jordan

Kylian Mbappé var hetja Real Madrid í 2:1-sigri liðsins gegn Villarreal í efstu deild spænska fótboltans í kvöld.

Argentínumaðurinn Juan Foyth kom heimamönnum yfir á sjöundu mínútu. Mbappé jafnaði metin á 17. mínútu og aðeins sex mínútum síðar kom hann Madrídingum yfir, 2:1.

Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og Real Madrid vann góðan 2:1-sigur.

Með sigrinum fór Real á topp deildarinnar með 60 stig, þremur stigum meira en Barcelona í öðru sæti með tvo leiki til góða. Villarreal er í fimmta sæti með 44 stig.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert