Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar hjá Bayern München eru úr leik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu eftir 4:1-tap fyrir Lyon í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld.
Lyon vann fyrri leikinn í München 2:0 og einvígið því samanlagt 6:1.
Ljóst er að Bayern hefur saknað fyrirliða síns, Glódísar Perlu, því hún sat allan tímann á varamannabekknum í báðum leikjunum vegna hnémeiðsla sem hún glímir nú við og munar um minna að vera án lykilmanns í miðri vörninni.