Liðin 32 sem taka þátt í nýrri og endurbættri heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu karla í sumar standa frammi fyrir því að fá háar upphæðir í verðlaunafé fyrir þátttöku sína.
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, veitir alls 775 milljónir punda, 113 milljarða íslenskra króna, í verðlaunafé.
407 milljónum punda verður deilt á öll 32 þátttökuliðin og 368 milljónum dreifast á liðin út frá árangri á mótinu.
Til samanburðar fengu Englandsmeistara Manchester City 175,9 milljónir punda, 30 milljarða íslenskra króna, í verðlaunafé fyrir að vinna ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili.
Man. City er á meðal þátttökuliða í HM félagsliða líkt og Chelsea.