Íslandsvinurinn verðlaunaður

Bo Henriksen er að gera góða hluti.
Bo Henriksen er að gera góða hluti. AFP/Kirill Kudryavtsev

Knattspyrnuþjálfarinn Bo Henriksen var í dag útnefndur þjálfari ársins í Danmörku. Henriksen hefur gert afar góða hluti með Mainz í efstu deild Þýskalands.

Mainz hefur komið skemmtilega á óvart í deildinni á tímabilinu og er liðið í þriðja sæti með 45 stig eftir 26 leiki. Var Mainz í fallbaráttu þegar Henriksen tók við.

Henriksen mætti í atvinnuviðtal hjá KSÍ vegna stöðu landsliðsþjálfara karla en Arnar Gunnlaugsson var að lokum ráðinn.

Daninn lék með ÍBV, Fram og Val á sínum tíma og skoraði sjö mörk í átján leikjum í efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka