Svíþjóðarmeistararnir í Rosengård hafa staðfest félagaskipti Ísabellu Söru Tryggvadóttur til félagsins frá Val en mbl.is greindi frá í vikunni að sænska félagið hafi keypt sóknarkonuna.
Er hún aðeins 18 ára gömul en hefur spilað 58 leiki í efstu deild fyrir Val og KR og skorað í þeim ellefu mörk. Hún hefur leikið 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim 14 mörk.
Hjá Rosengård mun hún hitta fyrir landsliðskonuna Guðrúnu Arnardóttur, sem hefur verið lykilmaður í vörn liðsins undanfarin ár.