Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er í byrjunarliði þýska liðsins Wolfsburg gegn Barcelona á útivelli í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
Verkefnið hjá Wolfsburg er vægast sagt krefjandi, því Barcelona vann fyrri leikinn á útivelli, 4:1.
Lyon og Arsenal hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum. Chelsea og Manchester City mætast einnig í kvöld en City vann fyrri leikinn á heimavelli, 2:0.