Hrákinn ekki ætlaður Acerbi

Marcus Thuram og Inigo Martínez í leiknum í gærkvöldi.
Marcus Thuram og Inigo Martínez í leiknum í gærkvöldi. AFP/Pieri Cruciatti

Inigo Martínez, varnarmaður Barcelona, kveðst ekki hafa haft það í hyggju að hrækja á Francesco Acerbi í mögnuðum leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi.

Inter komst í 2:0 undir lok fyrri hálfleiks þegar Hakan Calhanoglu skoraði úr vítaspyrnu. Acerbi fagnaði marki Calhanoglus ógurlega fyrir framan Martínez.

Virtist sá síðarnefndi á myndbandsupptökum hrækja í átt að Acerbi. VAR skoðaði atvikið með það í huga hvort rétt væri að víkja Martínez af velli með rautt spjald en ákvað að aðhafast ekkert frekar.

„Acerbi fagnaði markinu í eyrað á mér, ég reiddist við það en hrákinn var ekki ætlaður honum. Ef það hefði verið tilfellið hefði ég verið rekinn út af,“ sagði Martínez um atvikið í samtali við spænska miðilinn El Chiringuito eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka