Manchester United verður án sex leikmanna er liðið mætir Athletic Bilbao í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildar karla í fótbolta annað kvöld.
Rúben Amorim knattspyrnustjóri liðsins staðfesti á blaðamannafundi í dag að Matthijs de Ligt verði fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Hollendingurinn meiddist í deildarleiknum við Brentford á sunnudaginn var.
Diogo Dalot, Lisandro Martínez, Toby Collyer, Joshua Zirkzee og Ayden Heaven eru einnig að glíma við meiðsli og verða ekki með.