Pedri, miðjumaður spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, var allt annað en sáttur við pólska dómarann Szymon Marciniak eftir að liðið féll úr leik gegn Inter Mílanó í ótrúlegu einvígi í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.
Inter fór áfram eftir framlengdan leik, 4:3. Urðu lokatölur í báðum leikjum 3:3 og því varð að framlengja. Þar hafði Inter að lokum betur og var Pedri vægast sagt ósáttur í viðtali við El Partidazo de Cope eftir leik.
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá okkur með þennan dómara. UEFA ætti að rannsaka þetta. Það er erfitt að útskýra hvað gerðist. Öll vafaatriði féllu með þeim.
Mkhitaryan átti klárlega að fá sitt annað gula spjald þegar Lamine var tekinn niður. Hann dæmdi vítið og dró það síðan til baka,“ sagði Spánverjinn ungi pirraður.